Maraþondagar Eirbergs

Alt
on 11 ágú 2016 11:43 AM

Maraþondagar Eirbergs hefjast laugardaginn 13. ágúst í Kringlunni og standa fram yfir Fit & Run sýninguna sem verður haldin í Laugardalshöll 18.-19. ágúst.

20% afsláttur af öllum vörum á básnum okkar á Fit & Run skráningarhátíðinni. Hlaupskór, stuðningshlífar, compression-sokkar, heilsusnjalltæki og aðrar hlaupa- og æfingavörur. - ATH. Afsláttur gildir einnig í verslunum okkar fram að maraþoni. Eirberg Kringlunni og Eirberg Stórhöfða.

Dagskrá 18-19. ágúst

Reykjavíkurmaraþon 2016
Fit & Run Expo í Laugardalshöll

Eirberg verður með glæsilegan bás á sýningunni Fit & Run í Laugardalshöll dagana 18. og 19. ágúst þar sem boðið verður upp á fjölbreytt vöruúrval á góðum afslætti.
Sjúkraþjálfarar Eirbergs verða á staðnum og veita ráðgjöf við val á stuðningshlífum, hlaupasokkum og öðrum búnaði. Gunnar Einarsson frá Run2 mun veita ráðgjöf varðandi val á Brooks hlaupaskóm.

Eftirtalin vörumerki verða í boði:

Dagskrá 13. ágúst

Sjúkraþjálfarar Eirbergs verða í verslun okkar í Kringlunni. Þeir munu bjóða upp á líkamsstöðugreiningu og aðstoð við val á skóm og öðrum hlaupabúnaði.

Eirberg verður með Maraþonáskorun. Vinnur þú hlaupaskó frá Brooks?

Hlaupabretti verður á staðnum og gefst gestum og gangandi færi á því að halda meðalhraða Dennis Kimetto þegar hann sló heimsmetið í Berlínar Maraþoninu árið 2014. Heimsmetstíminn er 2:02:57 sem gerir meðalhraða hlaupsins 20.6 km á klukkustund. Þeir sem taka þátt og ná að halda meðalhraða hlaupsins í 60 sek fara í pott og eiga möguleika á að vinna sér inn Brooks hlaupaskó.

Verið velkomin til okkar í Kringluna og á básinn okkar á Fit & Run
Starfsfólk og sjúkraþjálfarar Eirbergs