Ábyrgð, skil og þjónusta

Ábyrgð

Tveggja ára ábyrgð er á vörum seldum til einstaklinga. Ábyrgð vegna galla er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003 og lög um lausafjárkaup nr.50/2000 nema annað sé tilgreint.

 • Kaupnóta er ábyrgðarskírteini, skal því varðveita og er nauðsynleg þegar staðfesta þarf ábyrgð.
  Ef kaupnóta er ekki til, er hægt að óska eftir uppflettingu viðskiptanna eftir kennitölu á skrifstofa@eirberg.is – fyrirspurnum er svarað innan þriggja virkra daga.
 • Gildistími ábyrgðar miðast við dagsetningu kaupnótu.
 • Vörur sem taldar eru gallaðar þarf að framvísa á þjónustuborði Eirbergs að Stórhöfða 25.
 • Eirberg áskilur sér rétt til þess að staðfesta bilun áður en viðgerð eða útskipting á sér stað.
 • Nauðsynlegt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um notkun og viðhald svo varan endist sem lengst.
 • Ef leiðbeiningum framleiðanda hefur ekki verið fylgt, mun ábyrgð falla úr gildi og vinna við skoðun og/eða viðgerð innheimt samkvæmt gjaldskrá verkstæðis.
 • Ef vara reynist ekki gölluð eftir athugun eða ekki er um að ræða ábyrgðarviðgerð þá greiðir kaupandi skoðunargjald í samræmi við verðskrá verkstæðis.

TAKMARKANIR

 • Ef um ræðir vörusölu til félags eða stofnunar þá er ábyrgðartími vegna vörugalla 1 ár nema annað sé tekið fram.
 • Ábyrgð gildir ekki um eðlilegt slit vegna notkunar eða notkunar á rekstrarvörum né annarra vara sem eiga ekki að endast út ábyrgðartíma.
 • Ábyrgð fellur úr gildi ef annar en fulltrúi Eirbergs hefur reynt að gera við vöru eða opna búnað.
 • Ábyrgð fellur úr gildi ef leiðbeiningum framleiðanda um notkun og viðhald hefur ekki verið fylgt.
 • Gildir ekki um rafhlöður og rafgeyma. Framleiðendur veita þó að lágmarki 6 mánaða ábyrgð.

Skilaréttur

 • Skila má vöru innan 14 daga gegn framvísun kaupnótu. Ávallt er gefin út inneignarnóta á kennitölu þegar vöru er skilað. Um jólin má þó skila ónotaðri vöru án sölukvittunar ef skilamiði er á umbúðum. Athugið að umbúðir skulu vera óopnaðar og óskemmdar.
 • Kaupandi sem verslar í vefverslun Eirbergs hefur 365 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í söluhæfum, óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin.
 • Við skil á vöru er miðað við upprunalegt söluverð vörunnar á kaupnótu.
 • Eirberg áskilur sér rétt til að draga allt að 20% af upprunalegu verði þegar vöru er skilað.
 • Skilaréttur á hvorki við um útsöluvörur né notaðar vörur, nema það sé sérstaklega tilgreint.
 • Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Verkstæði og viðgerðir

 • Tækniþjónusta og verkstæði Eirbergs þjónustar sínar vörur sem sannarlega hafa verið keyptar hjá Eirbergi ehf.
 • Meðalviðgerðartími á Íslandi er 10‐15 virkir dagar. Viðgerð getur tekið allt að 20 virka daga. Ef sérpanta þarf varahluti getur allt að einn mánuður bæst við viðgerðartímann.
 • Allar fyrirspurnir varðandi viðgerðir eða vörur í viðgerð skulu berast á tölvupósti eða síma 569-3100 Eirberg þjónustuborð: eirberg@eirberg.is.
 • Þjónustuverkstæði Eirbergs er staðsett að Stórhöfða 25.
 • Eirberg tekur ekki ábyrgð á vistuðum gögnum á tækinu.
 • Upp geta komið ýmsar aðstæður við bilanagreiningu, t.d. ef panta þarf varahluti eða viðgerð reynist umsvifameiri en áætlað var, því biður Eirberg kaupanda um að sýna biðlund ef slíkt kemur upp.
 • Til að stytta viðgerðartíma er kaupanda bent á að koma vörur í viðgerð á þjónustuborð Eirbergs, Stórhöfða 25.
 • Þegar viðgerð er lokið er strax haft samband kaupanda.
 • Ef vara er ekki sótt í viðgerð innan þriggja mánaða áskilur Eirberg sér þann rétt að selja tækið fyrir áföllnum kostnaði.