Áttu erfitt með að snúa þér í rúminu?

Alt
on 14 nóv 2016 11:23 AM

Snoozle snúningslakið gæti komið til bjargar

Fjölmargir Íslendingar kannast við þá tilfinningu að vakna um miðja nótt og kvíða því að þurfa að skipta um hlið eða færa sig í þægilegri svefnstellingu. Þessi litli snúningur, sem flestir heilbrigðir framkvæma án erfiðleika, getur verið erfiður eða sársaukafullur. Stundum eru þetta tímabundnir erfiðleikar, til dæmis þegar fólk slasast eða er að jafna sig eftir skurðaðgerð, nú eða hjá óléttum konum sem eru með grindargliðnun. En oftar en ekki stafa óþægindin af langvarandi veikindum eins og ýmsum tegundum gigtar og sjúkdómum sem hafa áhrif á hrygg, mjaðmir og liði. Sumt fólk er hreinlega þróttlítið, til dæmis aldraðir og þeir sem þjást af erfiðum sjúkdómum.

Hjá Eirberg er hægt að nálgast einfalda lausn á vandamálinu: Hér má nálgast Snoozle snúningslakið.

Hvernig virka snúningslök?

Snoozle er íslensk hönnun. Tvö stykki af sérstöku efni eru saumuð saman og hliðarnar sem mætast eru gríðarlega sleipar. Snúningslakið er sáraeinfalt í notkun. Það er u.þ.b. 70 x 75 cm og er lagt ofan á venjulegt lak. Notandinn leggst ofan á það og getur rennt líkamanum til hliðar í stað þess að lyfta sér upp til að snúa sér. Með aðstoð snúningslaksins getur notandinn mögulega minnkað álag á vöðva og liði og þar af leiðandi óþægindi við að skipta um svefnstellingu á nóttunni. Notendur Snoozle segjast margir sofa betur, bæði vegna minni óþæginda og vegna þess að þeir glaðvakna ekki eins og áður þegar þeir þurftu að nota alla krafta í snúninginn.

Snoozle snúningslakið fær frábærar umsagnir frá notendum:

⭐ ⭐ ⭐ ⭐ ⭐ Fullkomið fyrir vefjagigtarsjúklinga

Ég fann strax mun á verkjum í mjöðmunum eftir tvær nætur. Svefninn var ótruflaður strax fyrstu nóttina og ég vaknaði endurnærð, sem er mikilvægt fyrir vefjagigtina. Algjört „möst“. – Anna S.