Er lús á heimilinu?

Alt
on 22 ágú 2016 11:36 AM

Lús er mjög algengt sníkjudýr sem lifir í hári fólks. Lýs fara ekki í manngreinarálit og hafa ekkert með hreinlæti að gera. Lýs finnast jafnt í síðu sem stuttu hári og smitast á milli fólks með beinni snertingu. Lýs geta smitast með hárburstum, hárskrauti og eða af höfuðfati. Algengast er að lúsin gangi á milli kolla. Lýs geta hvorki stokkið né flogið, detti lús úr hárinu laskast hún og deyr á 15-20 klukkustundum. Þegar Lýs verða 9-12 daga gamlar fara þær að verpa eggjum allt að tíu stykkjum á dag sem kallast nit og festa nálægt hársverðinum, nitin klekjast út á 6-10 dögum. Á skömmum tíma geta lýsnar því orðið ansi margar.

Mjög algengt er að lúsafaraldrar komi upp í leikskólum og skólum þegar kennsla hefst að hausti þegar börn fara að eiga meiri samskipti innandyra. Því er mikilvægt að vera vel vakandi, og grípa inn í sem fyrst. Erfitt er að útrýma lús nema með samstilltu átaki allra og að hvert tilfelli sé meðhöndlað á réttan hátt. Lús er tilkynningaskyld og því ber forráðamönnum að tilkynna smit til skóla eða leikskóla. 

Lúsasmit er oft einkennalaust og áreiðanlegasta greiningin er að finna lifandi lús í hárinu. Erfitt getur verið að finna lýs í hársverðinum og því er heppilegast að kemba hárið reglulega með góðum lúsakambi. Finnist lús í hári einstaklings er mikilvægt að meðhöndla það strax til að komast hjá frekari útbreiðslu og óþægindum. Öllum fjölskyldu meðlimum skal kembt vel og vandlega. Hafa skal í huga að til þess að ná viðunandi árangri þarf einnig að fjarlæga nitin. Endurtaka þarf því kembingu innan 6 daga til þess að losna við möguleg nit sem ekki hafa klakist út.

Hægt er að fá efni til að bera í hár þeirra sem hafa lús en meðferð við lúsasmiti er fyrst og fremst vandleg og góð kembing.  Sé vel að kembingunni staðið með öflugum lúsakambi sem nær nitunum er enginn þörf á frekari meðhöndlun.

Nitty gritty Nitfree lúsakamburinn er með 33 leiser skornar tennur með agnarsmáu bili; tennurnar gefa ekkert eftir og laserskurðurinn hjálpar til við að ná öllum lúsum og nitum og kemur í veg fyrir að kamburinn hárreiti.

Einn kambur ætti að vera í hverri fjölskyldu og notaður í alla kolla reglulega

Katrín Klara Hjúkrunarfræðingur 

Meira um lúsakambinn í vefverslun okkar hér: 

http://eirberg.is/productdisplay/lusakambur-stal-4