Göngu- og hlaupagreining hjá sjúkraþjálfara

Alt
on 29 mar 2012 10:37 PM

Nú bjóðum við göngugreiningu með nýjum búnaði frá Bauerfeind. Göngugreiningin byggir á þrýstingsmælingu með þráðlausum innleggjum. Í göngugreiningunni sjást þrýstingssvæði undir fótum og skoðað er hvernig þunginn flyst eftir fætinum í göngu eða á hlaupum. Hægt er að gera greiningu standandi, gangandi eða hlaupandi. Greiningin fer fram á göngu- og hlaupabretti. Þar sem um þráðlausan búnað er að ræða er einnig í boði greining úti á stétt eða inni á gólfi. Greiningin er framkvæmd af sjúkraþjálfara og fær viðkomandi ráðgjöf um val á skóm, innleggjum og öðrum stoðtækjum. Göngugreining kostar 3.900 kr. Bóka má viðtöl hjá Karen sjúkraþjálfara og eru tímapantanir teknar í síma 569 3100. Skráð er nafn og símanúmer, ef hafa þarf samband áður en greining fer fram. Æskilegt er að koma með þá skó sem viðkomandi notar dags daglega. Ekki koma með háa hæla. Göngugreiningin tekur 30-40 mínútur.