Göngugreining hjá sjúkraþjálfara

Alt
on 27 okt 2013 9:02 PM

Eirberg býður upp á nákvæma göngugreiningu með þrýstingsmælingu. Háþróðaður búnaður er notaður við mælingar og greiningu í sérhönnuðu rými. Sjúkraþjálfari framkvæmir greininguna og veitir ráðgjöf um val á skóm, innleggjum og öðrum stoðtækjum. Göngugreining og ráðgjöf fyrir einstakling kostar 6.950 kr. Göngugreining er góður kostur fyrir þá sem eru með verki eða önnur stoðkerfisvandamál í fótum, ökklum, hnjám, mjöðmum og baki. Tímapantanir í síma 569 3100.