Heimsókn frá Hlíf, félagi hjúkrunarnema með áhuga á skaðaminnkun

Alt
on 18 jan 2017 2:55 PM

Föstudaginn 20. Janúar næstkomandi standa 4. árs hjúkrunarnemar í háskóla íslands að Krossgötum 2017 sem eru áhugaverðar kynningar um hlutverk hjúkrunarfræðinga og ábyrgð þeirra í samfélaginu og hvað hjúkrunarfræðingar geti gert til þess að mæta þörfum almennings og sjúklinga.

Krossgötur eru haldnar í húsnæði hjúkrunardeildar háskóla íslands, Eirbergi á lóð landspítalans milli kl 11- 14. Veitingahlaðborð verður í boði fyrir 1500kr. Allur ágóði þess rennur til góðgerðarmála.

Þar verður Hlíf, félag hjúkrunarnema með áhuga á skaðminnkun með kynningarbás. Í dag komu þær Anna Kristín Einarsdóttir, Auður Ólafsdóttir, María Sif Ingimarsdóttir og Sunna María Helgadóttir til okkar. Fyrir hönd félagsins Hlífar tóku þær á móti hönskum, plástrum og fleiru að gjöf frá Eirbergi Það er von okkar að þetta nýtist starfseminni sem best.

Eirberg óskar þeim og félaginu Hlíf alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni.