Hjálpartæki við klæðnað

Alt
on 10 okt 2016 4:27 PM

Ef þú átt erfitt með að klæða þig í sokka og hneppa hnöppum á Eirberg hjálpartæki sem nýtist þér.

Sokkaífæra er eitt mest selda hjálpartækið okkar. Sokkaífærur eru til í nokkrum tegundum bæði fyrir venjulega stutta sokka sem og stífa stuðnings-/þrýstingssokka.

Sokkaífæra fyrir venjulega sokka auðveldar fólki að komast í sokka án þess að beygja sig. Sokkaífæran er klædd í sokkinn, ífæran þvínæst látin síga niður á gólf, fætinum smeygt í hana og togað í band og rennur þá sokkurinn mjúklega uppá fótinn.

Þegar um er að ræða stífa stuðnings-/þrýstingssokka sem ná að hné er þörf á sérstakri sokkaífæru. Sokkarnir eru stífastir um ökklann og því mikilvægt að sokkaífæran nái að koma þeim yfir ökklann. Eirberg selur háa og lága grind sem sokkurinn er þræddur uppá eða litla handhæga sokkaífæru með segullæsingum sem hefur virkað mjög vel. Þeir sem nota stífa stuðningssokka-/þrýstingssokka þekkja að einnig getur reynst erfitt að komast úr þeim. Hægt er að fá úrfæru bæði fyrir þrýstingssokka og þrýstingsermar sem auðvelda að klæða sig úr, en þar að auki fara úrfærur betur með fatnaðinn.

Hneppari er lítið handhægt tæki sem auðveldar fólki að hneppa bæði litlum og stærri hnöppum. Hnepparinn er með lykkju á endanum, henni er krækt yfir hnappinn og hann dreginn gegnum hnappagatið. Hægt er að fá hneppara með löngu handfangi eða kúlugripi sem fellur vel í lófa.

Fleiri hjálpartæki nýtast við klæðnað, skóhorn með stuðningi, lykkja til að festa á rennilása og griptangir í nokkrum lengdum með eða án króks, sem hentar vel til að krækja í beltislykkjur á buxum

Starfsfólk Eirbergs veitir ráðgjöf við val og hægt er að prófa mismunandi gerðir sokkaífæra auk annarra hjálpartækja í versluninni á Stórhöfða 25. Hér má einnig skoða fleiri vörur sem nýtast sem hjálp við daglegar athafnir.