Hjólastólar og hjólastólaleikni

Alt
on 13 apr 2012 4:44 PM

Fullbókað er á námskeið Eirbergs fyrir fagfólk um hjólastóla og hjólastólaleikni, sem haldið er dagana 16, 17 og 18. apríl í samstarfi við Panthera í Svíþjóð. Námskeiðið er haldið bæði í Reykjavík og í Háskólanum Akureyri. Kynntar verða nýjungarí fastramma hjólastólum frá Panthera m.a. ný útfærsla á Bambino barnahjólastól, breytingar á U2 light hjólastólnum en auk þess mun hinn einstaklega létti X- hjólastóll verða kynntur til leiks en hann vegur um 4,4 kg. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa FREEWHEEL, spennandi nýjung, sem er framhjól á Panthera hjólastóla. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ronny Persson, vel þekktur afreksmaður í skíðaíþróttum fatlaðra, sem starfar hjá Panthera í Svíþjóð. Ronny hefur víðtæka reynslu af hjólastólum og hefur starfað fyrir Rekryteringsgruppen í Svíþjóð þar sem hann hefur m.a. kennt aksturstækni og notkun á hjólastól. Jóhanna Ingólfsdóttir, iðjuþjálfi