Hjúkrunarfræðingur óskast til sölu- og markaðsstarfa

Alt
on 10 jan 2013 7:14 PM

Óskum að ráða öflugan sölufulltrúa og vörustjóra. Við leitum að kröftugum einstaklingi með jákvætt viðmót, skipulagshæfileika og metnað til að ná árangri í starfi. Góð reynsla af sölu- og markaðsmálum æskileg. Starfssvið

 • Kynningar, fræðsla og ráðgjöf fyrir heilbrigðisstofnanir
 • Markaðssetning og sala á vönduðum heilbrigðisvörum
 • Heimsóknir til viðskiptavina og þátttaka í vörukynningum
 • Samskipti við heilbrigðisstarfsfólk og innkaupastjóra
 • Samskipti við erlenda birgja og þátttaka í vörusýningum
 • Vinna við áætlanir og framboð tiltekinna vöruflokka
 • Skurðstofuhanskar, sótthreinsiefni ásamt öðrum rekstrarvörum
 • Ýmsar vörur fyrir spítala og læknastofur
 • Tilboðsgerð samkvæmt útboðslýsingum Ríkiskaupa

Menntun, eiginleikar og hæfniskröfur

 • Hjúkrunarfræðingur með áhuga á sölu- og markaðsmálum
 • Hafi hæfileika til vörukynninga og að veita fræðslu
 • Og ánægju af að selja vandaðar vörur sem efla heilsu
 • Umsækjandi hafi mikinn metnað til að ná árangri í starfi
 • Hafi yfir að ráða skapandi frumkvæði sem nýtist í starfi
 • Umsækjandi hafi tamið sér skipulögð og góð vinnubrögð
 • Hafi jákvætt viðmót og sé lipur í öllum samskiptum
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti eru einnig skilyrði

Um er að ræða fullt starf. Áhugasamir, sem telja sig uppfylla ofangreind skilyrði og vilja starfa hjá framsæknu fyrirtæki í góðum hópi og í skemmtilegu umhverfi, sendi umsókn og stutta ferilskrá með ljósmynd af umsækjanda á netfangið ahj@eirberg.is merkta UMSÓKN. Fyllsta trúnaðar verður gætt. Staðfesting á móttöku umsóknar verður send innan sólarhrings frá því umsókn berst okkur. Þeir umsækjendur sem boðaðir verða í viðtal fá skilaboð um slíkt fyrir 24. janúar. Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2013. Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd. Sjá nánar hér.