Kynning á Decon hjálparmótorum fyrir hjólastóla 23. janúar

Alt
on 21 jan 2013 2:16 PM

Kynntir verða e-drive og e-move hjálparmótorar, sem eru í nýjum samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Farið verður yfir tæknilega eiginleika og Walter Kranendonk frá fyrirtækinu Decon í Svíþjóð leiðbeinir um notkun búnaðarins, sem hentar flestum gerðum hjólastóla.

Kynningin fer fram hjá Eirbergi, Stórhöfða 25, 3. hæð, miðvikudaginn 23. janúar kl. 9-11. Morgunverður er í boði Eirbergs.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Ingólfsdóttir, iðjuþjálfi í síma 569 3106.