Kynning á ROHO sessum fyrir fagfólk

Alt
on 16 maí 2012 3:39 PM

Fagfólki er boðið á kynningu á sessum frá fyrirtækinu ROHO miðvikudaginn 30. maí kl. 9:00 – 12:00 að Stórhöfða 25, 4. hæð. ROHO er leiðandi fyrirtæki í heiminum í dag í framleiðslu á sessum í hjólastóla. ROHO sessurnar eru m.a. notaðar til að fyrirbyggja þrýstingssár og bæta setstöðu.

  • Ken Isaac og Hrvoje Medic frá ROHO kynna fjölbreytt úrval af sessum, stillingar og möguleika.
  • Ný sessa Hybrid Elite verður kynnt til leiks.
  • Farið verður yfir kosti loftfylltra sessa og tækifæri gefst til að skoða og prófa mismunandi gerðir.

Jóhanna Ingólfsdóttir, iðjuþjálfi