Loftgæði og rétt rakastig

Alt
on 18 mar 2014 1:00 PM

Góð Loftgæði Flestir eyða um það bil 90% af tíma sínum innandyra, annaðhvort heima hjá sér eða í vinnunni. Gæði lofts sem við öndum að okkur innandyra er margfalt verra en loftið utandyra.

 

 

 funcionamento_uk_p60_80_rgb_high

Góð loftgæði eru mjög mikilvæg, sérstaklega þeim sem glíma við sjúkdóma og ofnæmi. Mengað loft (þ.e. loft sem inniheldur mikið magn af sveppagróðri, ofnæmisvökum, frjókornum og/eða ósoni) getur valdið:

  • Astma, berkjubólgu, nefslímubólgu og skútabólgu.
  • Sveppasýkingum, sérstaklega hjá einstaklingum með veikt ónæmiskerfi.
  • Ertingu í augum, nefi og hálsi.
  • Höfuðverk, þreytu og pirringi.
  • Hósta og einbeitingarerfiðleikum.

Smelltu hér til að fræðast meira um loftgæði http://youtu.be/BQBqOEU5Jo4 Rétt rakastig Samhliða góðum loftgæðum er rétt rakastig mikilvægt heilsunni. Æskilegt rakastig innanhús er 40-60%  Rakastig í upphituðum húsum er oft of lágt, sérstaklega þar sem mikið er af raftækjum. Of lágt rakastig getur valdið:

  • Þurrk í augum og öndunarfærum
  • Aukinni tíðni sýkinga
  • Þreytu og höfuðverk

Smelltu hér til að fræðast meira um rétt rakastig http://youtu.be/VH4KCJqIt3c Smelltu hér til að skoða úrvalið af lofhreinsi- og rakatækjum