Nýr fólkslyftari

Alt
on 29 mar 2016 11:17 AM

Mikilvægt er að huga að líkamsbeitingu og vinnutækni við að lyfta fólki.

Algengustu álagseinkenni tengd vinnu eru í baki, hálsi og herðum. Margir eiga á hættu að fá álagsmein vegna vinnustellinga, vinnuhreyfinga eða þungra byrða sem unnið er með. Það er staðreynd að ofþyngd er orðið vandamál í heilbrigðisgeiranum á Íslandi og því er hætta á heilsutjóni ef aðbúnaður á vinnustað er ekki með besta móti.

Eirberg hefur nýlega hafið sölu á fólkslyftara frá Ropox í Danmörku „All in One“ þar sem hægt er að nota sama tækið bæði sem standlyftara og segllyftara. Auðvelt er að breyta úr segllyftara í standlyftara og öfugt án verkfæra. Til að breyta lyftaranum í standlyftara þá er skipt um lyftibómu og bætt við fótplötu með leggstuðningi.

Lyftihæðin í standlyftara er  95-191 cm og í segllyftara er 58-177 cm. Burðarþol er 200 kg.

Nánari upplýsingar um lyftarann má nálgast hér.