Nýr samningur við Sjúkratryggingar á hjólastólum o.fl.

Alt
on 22 des 2016 11:47 AM

Þann 1. desember 2016 tók gildi nýr rammasamningur við Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands, til tveggja ára, um hjólastóla og gönguhjálpartæki.

Eirberg er með samning um þriðju kynslóð léttra fastrammahjólastóla frá Panthera í Svíþjóð. Panthera er einn af fremstu framleiðendum í heimi á sviði hjólastóla fyrir virka notendur, bæði börn og fullorðna. Lögð er áhersla á góða og virka setstöðu og markmiðið er að bjóða léttustu hjólastóla í heimi. Mikilvægt er að hjólastóllinn sé léttur í akstri til að forðast of mikið álag á axlir og að það sé auðvelt fyrir notandann að taka hann með í bíl.  Nú hefur Panthera sett á markað nýja hjólastóla í seríu S3 og U3 og markmiðið er að gera enn betur til hagsbóta og þæginda fyrir notendur.

Eirberg er einnig með samning um háþróuð bök á hjólstóla frá V-trak í Bretlandi, sem bæta setstöðu og veita góðan stuðning við bakið. Hægt er að setja V-trak bökin á flestar gerðir hjólastóla. Auk þess hefur Eirberg gert samning um aflbúnað á hjólastóla frá sænska fyrirtækinu Decon, sem léttir akstur og hentar flestum gerðum hjólastóla. Þar er val um 3 mismunandi gerðir, allt eftir þörfum notenda. Hægt er að hafa aflbúnaðinn í drifhjólum, E-move, stýripinna við arminn, E-drive eða hjálparmótor aftan á hjólastólnum, Smart Drive.

Göngutæki sem Eirberg er með í samningi eru léttu göngugrindurnar Troja frá Noregi og Fakto grindurnar frá Dietz í Þýskalandi.

Með réttum hjálpartækjum, sem taka mið af þörfum einstaklingsins, eykst sjálfsbjargargeta og notendur verða virkari og sjálfstæðari í athöfnum daglegs lífs.

Eirberg er með sýningarsal að Stórhöfða 25 þar sem viðskiptavinir geta komið, skoðað og prófað tæki. Tímapantanir og ráðgjöf hjá iðjuþjálfa er í síma 569 3116 eða á netfangið johanna@eirberg.is