Alt
on 14 mar 2017 10:12 AM

Í samfélagi nútímans er gjarnan fjallað um mikilvægi góðrar næringar og reglubundnar hreyfingar, en sjaldnar er talað um mikilvægi svefns. Gildi svefns hefur oft verið vanmetið og viðhorf til svefns er skekkt. Það að sofa fáar klukkustundir á nóttu hefur verið tengt atorkusemi og dugnaði á meðan langur svefn er tengdur við leti. Staðreyndin er þó sú að lítið er til í þessu og flestir fullorðnir þurfa að sofa 7-8 klukkustundir á sólarhring til að upplifa góða heilsu og það er ómögulegt að stytta sér leið hjá því. Verum stolt af heilbrigðum svefnvenjum og tökum okkur þá til fyrirmyndar sem sofa nóg!

Í tilefni af hinum Alþjóðlega svefndegi 17. mars ætlar Hið íslenska svefnfélag að standa fyrir vitundavakningarviku um mikilvægi svefns frá 10-17 mars. Þetta felst í herferð á samfélagsmiðlum þar sem fólk er hvatt til þess að birta mynd af sér eða einhverjum öðrum sofandi og merkja hana með hashtaginu #sofumvel 

Verum stolt af því að sofa vel.

Hér sérðu svo ýmsar vörur sem við bjóðum sem bæta svefn og líðan.

Meira um góðar svefnvenjur hér.