Alt
on 21 feb 2017 9:36 AM

Þakklæti er okkur starfsmönnum Heilbrigðissviðs Eirbergs efst í huga eftir vel heppnaðan kynningardag á vörum í rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þann 26.janúar sl.
Kynningin var haldin í nýjum sýningarsal Eirbergs að Stórhöfða.

Þátttakan var mjög góð og mættu yfir 60 manns í tveimur hópum, fyrir og eftir hádegi.

  • Jóhanna iðjuþjálfi reið á vaðið og kynnti nýja kynslóð Panthera hjólastóla, hjálpardekkið Free Wheel og þrjá rafknúna hjálparmótora; E-drive, E-move og Smart Drive frá Decon. Hún kynnti einnig nýjungar í samningi, aukabúnað í hjólastóla og sérmótaða bakstuðninga frá V-Trak.

Göngugrindurnar Fakto og Troja eru áfram í samningi.

  • Magnea Freyja, B.Sc í heilbrigðisverkfræði, kynnti sjúkrarúm í samningi: Burmeier Dali II og Westfalia Klassik ásamt aukahlutum. Sjúkradýnur og áklæði frá Järven var kynnt. Nýjasta frá Järven er áföst Lentex filma. Filman er teygjanleg, andar en er samt sem áður vatnsheld.
  • Elfa þroskaþjálfi kynnti barnarúmið Olaf frá Kayserbetten, stuðningshandföng, snúningsskífur og snúningslök.

Í hléi var boðið uppá léttar veitingar en þátttakendur fengu einnig tíma til að máta og prófa þau hjálpartæki sem kynnt voru.

  • Eftir hlé kynnti Elfa bað og salernishjálpartæki.
  • Í kjölfarið kom Jóhanna og kynnti vinnustóla fyrir börn og fullorðna frá Mercado Medic.
  • Að lokum kynntu sjúkraþjálfararnir Arna Mekkín, Sigrún og Rakel Dögg spelkur frá Bauerfeind og Trulife.

Nýir starfsmenn á Heilbrigðissviði voru kynntir til leiks, þær Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir sjúkraþjálfari og Magnea Freyja Kristjánsdóttir B.Sc í heilbrigðisverkfræði og er fengur fyrir Eirberg að fá þær í hópinn.

Í lok kynningarinnar var tekið á móti fyrirspurnum og hugleiðingum og mynduðust góðar samræður.
Nú fengu gestir drjúgan tíma til að skoða og prófa hjálpartækin og fengu einhverjir sér góðan snúning á nýjasta hjálparmótornum á hjólastóla, Bluetooth mótor sem kallast Smart Drive, en allt fór slysalaust fram og allir komust heilir heim að góðum degi loknum.