Þegar sekúndur skipta máli

Alt
on 14 mar 2016 11:32 AM

Hjartastuðtæki hafa margsannað sig og eiga fjölmargir einstaklingar þeim líf sitt að launa.
Eirberg býður upp á tæki frá Spacelabs Healthcare í Þýskalandi, HeartSave ONE. Þetta eru sjálfvirk tæki sem fara í gang þegar þau eru opnuð og má í raun kalla þau endurlífgunartæki. Tækin gefa ekki aðeins rafstuð heldur meta ástand einstaklingsins og gefa ráðleggingar um endurlífgun, hvort halda eigi áfram að beita hjartahnoði, og gefa þá taktinn, eða hvort stuð sé ráðlagt. Tækin tala íslensku og má nota þau bæði á börn og fullorðna. Rafskaut og rafhlöður hafa 3 ára endingartíma en Eirberg heldur skrá yfir öll seld tæki og sendir áminningu þegar komið er að endurnýjun.

Hjartastuðtæki eru nú staðsett í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi og hefur orðið vitundarvakning um mikilvægi þess að geta brugðist skjótt við þegar einstaklingur fer í hjartastopp.
Við mælum með að fólk sæki  námskeið í skyndihjálp og er kennd endurlífgun með hjartastuðtækjum bæði hjá Bráðaskólanum og Rauða krossinum.

Er hjartastuðtæki nálægt þér?

Hjartastuðtæki má nálgast hér