Þröskuldarampar - varanleg lausn jafnt sem tímabundin

Alt
on 30 jan 2018 3:27 PM

 

Við bjóðum upp á þröskuldarampa í mörgum stærðum. Ramparnir eru samsettir úr nokkrum mismunandi einingum og ættu því að henta flestum gerðum þröskulda.

Ef þröskuldur er mishár er settur lægri rampur öðrum megin og hærri hinum megin. Til að halda römpunum saman eru teygjur strengdar á milli. Gúmmítappar eru festir undir rampana til þess að halda þeim á sínum stað. Einnig eru sjálflímandi tappar fáanlegir ef ramparnir eiga að vera til lengri tíma. Hægt er að taka rampana upp af límtöppunum til þess að þrífa undir þeim.

Hægt er að stafla einingunum ef þörf er á hærri rampi, en taka verður tillit til þess að þeir lengjast í hlutfalli við hæð svo þeir verði ekki of brattir.

 

Magnea Freyja Kristjánsdóttir
Heilbrigðisverkr. BSc. | Vörustjóri
magnea@eirberg.is
569 3114