Afrekshópur - Arnar Pétursson

Alt
on 25 jún 2018 2:17 PM

  Nafn: Arnar Pétursson
  Aldur: 27
  Íþrótt: Maraþonhlaupari


Ég hef stundað hlaup núna í 6 ár en var áður í körfubolta og fótbolta með Breiðablik þar sem ég varð Íslandsmeistari í báðum greinum og tvisvar Norðurlandameistari með yngri landsliðum í körfubolta.
Árið 2017 átti ég mitt besta ár í hlaupum þegar ég varð Íslandsmeistari í 9 mismunandi hlaupagreinum sem enginn hefur gert áður og svo vann ég Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í þriðja skipti á besta tíma sem Íslendingur hefur hlaupið heilt maraþon á íslenskri grundu eða 2:28:17.
Vörurnar frá Eirberg hafa hjálpað mér að ná þessum árangri og hjálpað mér að vera laus við meiðsli, ég mæli hiklaust með vörunum frá Eirberg og sérstaklega Tufte nærbuxunum en góðar nærbuxur er eitthvað sem allir hlauparar verða að eiga.

Viðburðir/keppnir 2018:
Hamborg maraþonið 29. apríl
Landsmót 12-15. júlí
Reykjavíkurmaraþonið 18. ágúst
Haustmaraþon erlendis en nákvæm staðsetning kemur í ljós síðar
Uppfært: Hamborg maraþon 29. apríl - Tími Arnars var 2:24,13 klst sem er þriðji bestu tími Íslendings í maraþonhlaupi frá upphafi. Persónuleg bæting í maraþoni um rúmar 4 mínútur, gríðarlega góður árangur. 
Sigurvegari í Mt. Esja ultra II (2 hringar, 14 km og 1200m hækkun) á tímanum 1:24:03

Mín markmið fyrir 2018:
Hlaupa maraþon undir 2:20
Verða landsmótsmeistari í 3000m hindrun og 5000m hlaupi
Sigra Reykjavíkurmaraþonið í fjórða skipti
Vera heill heilsu og hafa gaman af hlaupunum.

Mínar uppáhalds vörur:
Bauerfeind hnéhlífarnar, hjálpa mér í hlaupum og í lyftingum Shakti nálastungudýnan, hana verða allir að prófa. Tufte bambus nærbuxur, allir hlaupara þurfa að eiga almennilegar nærbuxur, bómull gengur ekki.

Mínar ráðleggingar fyrir þá sem vilja byrja að hlaupa:
Finndu þér hlaupahóp og mættu á æfingu. Ég hef heimsótt nánast alla hlaupahópa á landinu og getustigið spannar allan skalann. Ef þér finnst það erfitt, finndu þá mig á Instagram undir @arnarpetur og hafðu samband og ég skal persónulega koma þér af stað.