Afrekshópur - Árni Einarsson

Alt
on 03 júl 2018 1:12 PM


  Nafn: Árni Einarsson
  Aldur: 42 ára
  Íþrótt: Þríþraut og hjólreiðar

Ég byrjaði að stunda íþróttir þegar ég var 38 ára. Þetta byrjaði þannig að ég ákvað að taka þátt í smá heilsuátaki með konunni minni og þá aðallega til að vera henni til stuðnings.
Eftir fyrstu tvær vikurnar á breyttu mataræði ákvað ég að prófa að ganga ca 2km hring í hádeginu. Eftir tvær vikur ákvað ég að reyna hlaupa þessa 2km og mér til mikillar furðu lifði ég það af.
Í dag fjórum árum síðar hef ég hlaupið nokkur ½ maraþon, tvö heil maraþon, keppt í sprett þríþraut, ½ ólympískri þríþraut, ólympískri þríþraut, nokkrum ½ Ironman keppnum á Íslandi og lokið tveim heilum Ironman keppnum erlendis.
Ég lít ekki á sjálfan mig sem einhvern ofur íþróttamann, heldur reyni ég bara að hafa gaman af því sem ég er að gera hverju sinni og gera mitt besta þá stundina. En fyrst og fremst geri ég það sem ég geri til að sýna fram á að allt er mögulegt. Sama hver þú ert eða hvað þú hefur gengið í gegnum, sama hversu stórt eða lítið það er. Það er aldrei of seint að gera hlutina sem þig langaði gera en taldir þér trú um að þú gætir aldrei gert.
Ég kynntist vörunum frá Eirberg eftir að við hófum samstarf í gegnum verkefnið mitt Nei við einelti-Einelti er sálarmorð. Fyrir þau ykkar sem viljið kynna ykkur söguna mína og verkefnið mitt, Nei við einelti, þá getið þið lesið allt um það á Facebook síðu verkefnisins: Nei við einelti-Einelti er sálarmorð.

Viðburðir keppnir 2018:
Aðal keppnin mín í ár er  ½ Ironman í Jönköping, Svíþjóð.
Uppfært: 
Vegna meiðsla gat Árni ekki tekið þátt í 1/2 Ironman í Svíþjóð eins og áætlað var. Við erum viss um að hann kemur án efa sterkari tilbaka eftir þessi meiðsli. 

Mín markmið fyrir 2018:
Að ná undir 5 klst í ½ Ironman

Mínar uppáhalds vörur:
Brooks Ghost 10 hlaupaskórnir og C-WX Pro hlaupabuxurnar. Skórnir eru án efa þeir bestu sem ég hef hlaupið í hingað til og buxurnar veita mikinn og góðan stuðning sem er nauðsynlegt að hafa á lengri hlaupum. 

Mínar ráðleggingar fyrir þá sem vilja byrja hlaupa: 
Góðir skór og fatnaður skiptir miklu máli og mæli ég þá með vörunum frá Eirbergi.
En mestu máli skiptir jákvætt hugarfar, aldrei gefast upp og alls ekki að bera þig saman við aðra.