Afrekshópur - Birgir Már Vigfússon

Alt
on 26 jún 2018 11:12 AM

 
  Nafn: Birgir Már Vigfússon
  Aldur: 36 ára
  Íþrótt: Utanvega- og götuhlaup

Ég ólst upp á Hornafirði og byrjaði ungur að stunda flest allar íþróttir sem voru í boði. Golfíþróttin átti vel við mig og varð hún fyrir valinu á unglingsárunum, þar fékk ég meðal annars reynslu og tækifæri með unglingalandsliðinu. Ég prófaði þríþraut í 2 ár en fann mig ekki þar en fékk þá flugu í hausinn að skrá mig í Laugarveginn og þá var ekki aftur snúið. Í utanvegahlaupunum fann ég mig fullkomlega og hef orðið það lánsamur að kynnast fullt af hressu og góðu fólki í kringum þá íþrótt. Utanvegahlaup gefa mér ró og tíma til að hugsa, oft er maður einn með sjálfum sér út í náttúrunni og lærir að njóta þessa sem við eigum. Ég hef verið mest í utanvegahlaupum í kringum 40-50km, ég hef einnig tekið þátt í einu 80 km hlaupi í Henglinum ásamt nokkrum götumaraþonum. Eftir að ég fór að hlaupa svona mikið þá keypti ég mér mínar fyrstu CW-X hlaupabuxur, það var ekki aftur snúið. Stuðningsvefirnir í buxunum hafa hjálpað mér mikið vegna álags í kálfum og lærum. Einnig hef ég notast við Shakti nálastungudýnurnar mikið til þess að auka blóðflæði og ná slökun á svæðum sem er mikið álag á.

Viðburðir/keppnir 2018:
Hvítasunnuhlaup Hauka 22km
Mt. Esja maraþon 42 km
ECO trail Reykjavík 42 km
Hengill Ultra 50 km
Maraþon í Dublin
Uppfært: 
3. sæti í Hvítasunnuhlaupi Hauka, 22km. Tími: 01:37:48
Sigur í ECO trail Reykjavík - breytti úr 42km í 84 km. Tími: 08:08:18
2. sæti í MT. Esja Ultra Xtreme: 11 hringir (77 km og 6600 m hækkun). Tími: 12:59:38

Mín markmið fyrir 2018:
Ná betri tíma í Mt. Esju maraþoninu en í fyrra.
Safna punktum til þess að komast inn í 100-170 km ultra hlaup á næsta ári.

Mínar uppáhalds vörur:
CW-X buxurnar, Tufte ullarfatnaðurinn og Shakti nálastungudýnan

Mínar ráðleggingar fyrir þá sem vilja byrja hlaupa:
Skór og fatnaður skipta máli. Þegar kemur að hlaupum skiptir öllu máli að okkur líði vel í þeim fatnaði sem að við notum. Því mæli ég eindregið með að kíkja í Eirberg og fá fagmannlega ráðgjöf varðandi búnað eða göngugreiningu.