Afrekshópur - Erla Rán Eiríksdóttir

Alt
on 27 jún 2018 10:55 AM

  Nafn: Erla Rán Eiríksdóttir
  Aldur: 28 ára
  Íþrótt: Blak


Ég byrjaði að prófa mig áfram í blakinu í kringum 11 ára aldur og æfði þá bæði blak og sund. Í kringum 13-14 ára aldur snéri ég mér alveg að blakinu og fór í mína fyrstu A landsliðsferð einungis 15 ára til Nígeríu. Síðan þá hef ég spilað 45 landsliðsleiki og hef einnig spilað með U17 og U20 ára landsliðum. Ég byrjaði minn feril með Þrótti Neskaupstað og spilað með þeim þar til 2014 og þá flutti ég mig yfir í Stjörnuna og hef verið þar síðan, fyrir utan eitt tímabil þar sem ég spilaði sem atvinnumaður í Sortland í Noregi. 

Viðburðir/keppnir 2018: 
Tímabilið er því miður búið í blakinu en keppt var um 3 titla – Deildarmeistara – Bikarmeistara og Íslandsmeistara.
Það verður spennandi að sjá hvert næsta tímabil leiðir mann.
Uppfært: 
Erla spilaði með Stjörnunni tímabilið 2017-2018 og átti stórkostlegt tímabil. Í lok tímabils var hún valin í lið ársins í Mizunodeild kvenna en þar að auki var hún stigahæsti sóknarmaðurinn í deildinni og stigahæst samtals í deildinni, þ.e. bæði vörn og sókn. 


Mín markmið fyrir 2018: 
Það er að halda mér í formi yfir sumartímann fyrir komandi verkefni og næsta tímabil þar sem markmiðið verður að sjálfsögðu að vinna þrjá titla.

Mínar uppáhalds vörur:
Vörurnar sem ég hef mest notað frá Eirberg eru Sissel þjálfunarvörurnar, nuddrúllur, nuddboltar og teygjur.
Einnig hef ég notað
SpiderTech kinesioteip og compression ermar frá Mueller. Einnig hef ég verið að nota CWX buxur og íþróttatopp, en toppurinn er algjörlega í sérflokki og alveg hrikalega góður!

Mínar ráðleggingar fyrir þá sem vilja byrja að stunda blak: 
Það er aldrei of seint að byrja. Þetta er frábært félagsskapur og mjög góð hreyfing. Ungmennastarfið í blaki er alltaf að stækka og fleiri félög að bjóða upp á blak fyrir krakka á öllum aldri. Ef þú hefur aldrei prófað blak en alltaf langað það þá eru einnig mörg félög sem bjóða upp á byrjendablak fyrir fólk á öllum aldri sem hefur alltaf langar að prófa. Svo er það hið sívinsæla öldungamót sem haldið er einu sinni á ári sem allir ungir blakarar hlakka til að geta tekið þátt í. 😉