Afrekshópur - Guðni Páll Pálsson

Alt
on 26 jún 2018 11:42 AM

 
  Nafn: Guðni Páll Pálsson
  Aldur: 31 árs
  Íþrótt: Utanvega og götuhlaup

Ég byrjaði að hlaupa fyrir alvöru haustið 2012. Árið 2013 fór ég síðan Laugaveginn í fyrsta skipti. Eftir það var ekki aftur snúið og ég hef lagt áherslu á fjalla og utanvegahlaup síðan þá. Nú hef ég hlaupið Laugaveginn fjórum sinnum og tekið þátt í HM í fjallahlaupum undanfarin 3 ár og stefni á annað HM núna í maí 2018.

Viðburðir/keppnir 2018:
HM í fjallahlaupum á Spáni 12. Maí - 85 km, 4900 m hækkun
Mt Esja marathon 9. Júní – 45 km, 3200 m hækkun
Laugavegur 14. Júlí – 55 km, 1200 m hækkun
OCC í Frakklandi 30. Ágúst – 55 km, 3500 m hækkun

Mín markmið fyrir 2018:
Helstu markmið mín á árinu eru að standa mig vel á HM í fjallahlaupum í maí og í OCC í lok ágúst. En annars er alltaf markmiðið að njóta þess að geta hlaupið um fjöll og firnindi.

Mínar uppáhalds vörur:
CWX buxurnar finnst mér alveg frábærar. Ég er búinn að hlaupa mörg þúsund kílómetra í CWX buxum.

Mínar ráðleggingar fyrir þá sem vilja byrja hlaupa:
Fyrst myndi ég segja fólki að fara rólega af stað. Það er svo mikilvægt að koma í veg fyrir meiðsli. Síðan myndi ég ráðleggja fólki að skrá sig í einhverskonar hlaupahóp eða fá félaga með sér í þetta.