Afrekshópur - Gunnur Róbertsdóttir

Alt
on 11 júl 2018 1:32 PM

 
  Nafn: Gunnur Róbertsdóttir
  Aldur: 44 ára
  Íþrótt: NáttúruhlaupÉg er sjúkraþjálfari og þjálfari hjá Náttúruhlaupum. Einnig er ég leiðsögumaður og skemmtilegast finnst mér að leiðsegja hlaupurum. Mitt uppáhald er að hlaupa Laugaveginn á 2 dögum með Náttúruhlaupurum.
Sem sjúkraþjálfari hef ég margoft séð hvað það borgar sig að vera í góðu líkamlegu formi. Mig hefur alltaf langað í áhugamál sem ég gæti alveg gleymt mér í og eftir að hafa prófað ýmislegt t.d að vera í ræktinni, að prjóna og vera í kór þá datt ég niður á hlaupin árið 2011. Fullkomin íþrótt til að stunda þegar maður hefur í mörg horn að líta með börn og í vinnu. Það er alltaf hægt að finna tíma til að hlaupa.
Hlaup eru í senn styrkjandi og slakandi. Hlaup í náttúrunni eru enn betri því þá bætist við frelsið og útsýnið. Ég byrjaði með Hlaupahópi Ármanns og fannst heillandi að vera bæði á malbiki og utan vega. Síðan byrjaði Náttúruhlaupahópurinn árið 2014 og hef ég verið með þeim óslitið síðan. Það er frábær félagsskapur og fyrir mér eru náttúruhlaupin eins og að fá smá sumarfrí fyrir hádegi á laugardögum. En til að geta notið hlaupanna finnst mér góður búnaður nauðsynlegur

Keppnir og markmið árið 2018:
Árið 2018 er ekki ár stórra áskoranna tímalega séð heldur er aðaláskorunin að ná að koma að æfingum og keppnum í dagsins önn því þetta ár er annasamara en oft áður. Ég hleyp af því ég nýt þess. Mér finnst slökun að hlaupa og njóta í fallegu umhverfi en í keppnum er það spennan og endrofínið sem er málið. Mjög mismunandi upplifun, bæði æði. Hvítasunnuhlaup Hauka er frábært hlaup sem kemur alltaf með sumarið finnst mér, svo er það miðnæturhlaupið Eco Trail Reykjavík sem haldið er í annað sinn í ár og endar í heita pottinum í Nauthólsvík. Aðalhlaup ársins er Laugavegshlaupið, besta veisla ársins að mínu mati. Mögnuð náttúra og alls konar veður sem krefst þess að hlauparar séu vel búnir og til í hvað sem er. Snjó, ár og sand. Þá er mjög mikilvægt að vera í góðum búnaði og utanvegaskóm með grófum botni.
Uppfært:
Eco Trail Reykjavík. 13 km hlaup Grindavík-Reykjavík á tímanum 1:15:58
Laugavegurinn kláraður á tímanum 7:48:15


Mínar uppáhalds vörur:
Háu sokkarnir frá Bauerfiend eru mitt uppáhald, dekra við hásinina og eru með hæfilegri fóðringu fyrir ilina. CWX compression buxur finnst mér nauðsynlegar á lengri æfingum og keppni. Því það er mikilvægt að hafa stuðning við mjaðmir til að finna ekki afleidda verki í hnén. Því meiri stuðningur því betra en eftir átök finnst mér gott að vera í compress buxum með minni stuðningi til að flýta endurheimt. Þrátt fyrir að ég elski að hlaupa úti þá er ég samt stundum á hlaupabrettinu og þá er Brooks Pure flow skórnir sem mér líkar best við.


Mínar ráðleggingar fyrir þá sem vilja byrja að hlaupa:
Byrja hægt að byrja rólega og vanda valið á búnaði. Ein algengustu mistökin eru að vera lélegum sokkum og fá blöðrur sem tekur margar vikur að gróa og þá er takturinn kominn úr æfingunum.  Annað er að fara of geyst af stað þ.e.a.s. of margir km of snemma. Og það þriðja sem getur dregið úr ánægunni er að vera í of mikið notuðum skóm. Skór duga einungis í 800-1300 km þó þeir líti vel út er dempunin búin eftir þann tíma. Það er til app til að telja km fyrir mann og svo er hægt að halda áfram að ganga í þeim en kaupa sér nýja til að hlaupa í. Mikilvægt er að máta í hlaupasokkum og velja utanvegaskó sem eru u.þ.b. hálfu númeri stærri en götuhlaupaskórnir.