Afrekshópur - Sif Atladóttir knattspyrnukona

on 18 jan 2019 9:46 AM

Nafn: Sif Atladóttir
Aldur : 33 ára
Íþrótt: knattspyrna

Ég hef stundað fótbolta frá um það bil 15 ára aldri. Ég hef iðkað margar íþróttir frá unga aldri og flakkaði mikið á milli greina þegar ég var yngri. Ég festist í frjálsum íþróttum hjá FH frá 12-15 ára og finn að það hefur hjálpað mér mjög mikið í fótboltanum. Ég hef spilað með FH, KR, Þrótti og Val á mínum meistaraflokksferli á Íslandi, þar sem ég endaði sem Íslandsmeistari 2007/2008/2009 og bikarmeistari 2009 með Val. Janúar 2010 flyt ég til Þýskalands þar sem ég spila í Bundesligunni með FC Saarbrücken til mars 2011 og flyt þaðan til Kristianstad í Svíþjóð, þar sem ég spila enn. Ég hef spilað í Kristianstad DFF síðan mars 2011 og fer inn á mitt 9 ár hjá KDFF. Í ár var ég tilnefnd sem ein af þrem mikilvægustu leikmönnum deildarinnar.

Ég hef verið hluti af Íslenska kvennalandsliðinu síðan 2007 þar sem ég hóf minn feril í hægri bakverði en hef síðan 2009 fært mig yfir í miðju varnarinnar. Ég hef spilað 76 landsleiki, þarf af tekið þátt í þrem stórmótum. Eftir því sem ég eldist því meira þarf ég að hugsa út fyrir kassan um hvernig ég get viðhaldið góðri heilsu til að geta sinnt starfi mínu sem afreksiþróttakona. Í sumar, 2018, útskrifaðist ég sem lýðheilsufræðingur frá Háskólanum í Kristianstad. Námið hefur opnað huga minn fyrir lýðheilsu sjónarmiðinu og hefur ýtt undir áhuga minn á líkamlegri og andlegri heilsu einstaklingsins og samfélagsins og stefni ég á að vinna innan heilsu geirans á einhvernhátt í framtíðinni.
Ég kynntist vörunum frá Eirbergi í gegnum tengdamóður mína þar sem meðal annars háls og herða nuddtækið var mikið notað í heimsóknum á Íslandi.

Viðburðir 2019:
Keppni með Kristianstad DFF í Damallsvenskan og undirbúningur fyrir EM riðlakeppni haustið 2019 með kvennalandsliðinu.

Uppáhalds vörur:
C-WX vörurnar. Buxurnar nota ég mikið þegar ég er í ræktinni, þar sem þær gefa góðan stuðning við hné og mjöðm og íþróttatoppurinn er sá þægilegasti ég hef æft í og mæli 100% með.
Síðan verð ég að nefna náladýnuna. Þegar ég hef verið stíf eða vill smá tíma til að slaka á þá gef ég mér tíma til að leggjast á dýnuna og finn hvernig spennan fer úr líkamanum eftir 10-15 mín á dýnunni.

Mínar ráðleggingar fyrir góða heilsu:
Gefðu þér tíma í að rækta sjálfan þig á hverjum degi. Ræktaðu líkama þinn, hugann þín og sál þína. Hugsaðu um þig eins vel og þú hugsar um fólkið sem þú elskar.