Afrekshópur - Svava Rós Guðmundsdóttir knattspyrnukona

on 27 feb 2019 3:33 PM

Nafn: Svava Rós Guðmundsdóttir
Aldur: 23 ára
Íþrótt: knattspyrna

Ég hef æft fótbolta frá sirka 4ja ára aldri. Ég prófaði nokkrar íþróttir, þar á meðal handbolta og frjálsar íþróttir en fótboltinn var eitthvað sem ég festist í og mér fannst virkilega gaman að fara á æfingar og einnig sérstaklega fótboltamót. Ég hef spilað með Val og Breiðablik í meistaraflokki og varð íslandsmeistari árið 2015 og bikarmeistari árið 2016, bæði með Breiðablik. Árið 2018 flutti ég til Noregs þar sem ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning hjá úrvalsdeildarliðinu Röa. Ég spilaði með þeim í eitt ár og var þar valin ein af þremur bestu leikmönnunum í norsku deildinni og einnig var ég önnur markahæst í deildinni. Árið 2019 færði ég mig yfir til Svíþjóðar þar sem ég samdi við Kristianstad DFF og er mjög spennt fyrir komandi tímabili.
Ég hef verið hluti af Íslenska kvennalandsliðinu síðan 2015. Síðan þá hef ég verið inn og út úr hópnum. Ég hef spilað 13 A-landsleiki. Fyrir það spilaði ég líka fyrir U17 sem og U19 ára landsliðið.

Viðburðir 2019:
Keppni með Kristianstad DFF í Damallsvenskan og undirbúningur fyrir EM. Riðlakeppni haustið 2019 með íslenska kvennalandsliðinu.

Uppáhalds vörur:
C-WX vörurnar - Buxurnar nota ég mikið þegar ég er í ræktinni og á æfingum og ég finn mjög mikinn mun á mér þegar ég nota þær! Ég mæli 100% með þeim. Íþróttatoppurinn frá C-WX er einnig mjög góður og einn sá þægilegasti sem ég hef notað.
Svo er nálastungudýnan eitthvað sem allir verða að prufa. Það er ekkert betra en að leggjast á hana ef maður er þreyttur eða stífur og maður finnur strax mun.

Mínar ráðleggingar fyrir þá sem æfa fótbolta eða aðrar íþróttir :
Setja sér skýr markmið og vinna hart að þeim. Hugsa vel um næringu, svefn og vellíðan, hún er mikilvægari en þú heldur.