Afrekshópur - Þorbergur Ingi Jónsson

Alt
on 25 jún 2018 10:19 AM

 
  Nafn: Þorbergur Ingi Jónsson
  Aldur: 35 ára
  Íþrótt: Ofurhlaup, lengri fjalla- og utanvegarhlaup.

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir úthaldsíþróttum og þá sérstaklega langhlaupum, því meiri áskorun fyrir líkamann og hausinn því betra. Ég er frá Neskaupstað og þar var það fótboltinn sem komst næst því að svala hreyfiþörf minn en þar fyrir utan fór ég iðulega í hlaupatúra og fjallgöngur.
Ég flutti síðan til Reykjavíkur um tvítugt og byrjaði þá að æfa frjálsar íþróttir. Ég hafði þá tekið þátt í nokkrum utanvegarhlaupum og fann að þetta átti mun betur við mig heldur en fótboltinn.
Það sem þú uppskerð í hlaupunum er algjörlega þín eigin vinna og árangurinn er mjög mælanlegur sem mér fannst mjög heillandi og því hellti ég mér yfir í langhlaupin. Mér finnst það mjög gefandi að setja mér krefjandi markmið sem taka mikið á líkamann og hausinn.
Þess vegna er ég loksins kominn á mína réttu hillu sem eru ultrahlaup. Ég er þá mestmegnis að keppa í fjallahlaupum sem eru 42-170 km með 3000-10000 metra heildarhækkun. Tíminn á hlaupum er allt frá 4-24 klukkustundir þar sem þú upplifir tilfinningarússíbana, að vera hrikalega, þreyttur, svangur, bugaður, þjáður en upplifir líka gleði, stolt og að sigrast á sjálfum sér. Fátt er meira gefandi en að þurfa að díla við hausinn á sér bæði að halda hraða og útiloka sársauka.

Keppnir og markmið árið 2018:
Næsta stóra markmið mitt er UTMB sem er sennilega sterkasta hlaup í heimi. Þar er hringurinn í kringum Mont Blanc hlaupinn, 170 km með 10000 hæðarmetrum. Þar stefni ég á að vera undir 24 tímum. Einnig hleyp ég önnur styttri hlaup sem góðan undirbúning fyrir UTMB þar má nefna Esjumaraþonið, Laugaveginn, LA6000D og fleiri hlaup.
Uppfært: 
Úrslit Esjumaraþons: Sigur í MT. Esja Ultra, 11 ferðir upp að Steini, 77 km, 6600m hækkun á nýju brautarmeti 9:39:49
Úrslit Laugavegurinn 2018: Sigur í 55km Laugavegshlaupi 2018 á tímanum 04:10:44


Mínar uppáhalds vörur:
Ég hef verið tæpur í nára núna í nokkur ár og því verið að nota CWX compression fatnað í mínum últrahlaupum, bæði í æfingar og keppnum. CW-X compression buxurnar halda sérstaklega við nára og hné. Mér finnst buxurnar gefa mér sérstaklega í mjög löngum vegalengdum þegar lappirnar eru farnir að gefa eftir. Þá finnur maður hversu vel buxurnar halda við og hjálpa þar af leiðandi vöðvunum og líkamanum að nýta orkuna betur. Einnig hef ég verið að nota Brooks hlaupaskó, Transcend og Pure flow í þeim götuhlaupum sem ég tek þátt í og inn á hlaupabrettinu.

Mínar ráðleggingar fyrir þá sem vilja byrja að hlaupa:
Ég ráðlegg þeim sem eru tæpir fyrir í nára eða með IT-bands vandamál að prófa CW-X compressionbuxur sem henta og passa að velja rétta stærð sem heldur vel við. Einnig mæli ég með því að nota CWX-compression fatnað fyrir alla þá sem eru að fara langar vegalengdir og þurfa á stuðning að halda.