Afrekshópur - Þórólfur Ingi Þórsson

Alt
on 03 júl 2018 12:24 PM


  Nafn: Þórólfur Ingi Þórsson
  Aldur: 42 ára
  Íþrótt: Langhlaupari

 

Ég byrjaði fyrst að hlaupa árið 2002, ekki mikið eða oft fyrstu árin en svo jókst áhuginn og ég fór að æfa meira og náði þar af leiðandi framförum sem ýttu enn undir áhugann. Frá árinu 2010 hef ég æft með ÍR og hef nær eingöngu keppt í götuhlaupum frá 5km upp í maraþon, en hef einnig keppt á braut bæði inni og úti. 
Ég setti mér það markmið í byrjun árs 2016 að verða besti hlauparinn á Íslandi í 40 ára flokknum. Ég á fimm aldursflokka Íslandsmet.

Viðburðir 2018:
Evrópumeistaramót öldunga í 10km og hálfu maraþoni í Alicante helgina 18-20 maí.
Annað er óákveðið.
Uppfært:
EM öldunga - nýtt Íslandsmet í flokki 40-44 ára. Tími: 32:58 Magnaður árangur. 
Í sömu ferð ákvað hann að taka þátt í hálfmaraþoni einnig og fór það á 1:14:54 og þar með í 8. sæti í sínum flokki. 
Sigur í Stjörnuhlaupi, 5 km á tíma 16:23 mín.
Íslandsmeistari í 10.000m á braut. Tími 33:22 og bæting á 21. árs gömlu Íslandsmeti um 55 sekúndur. (Þar með eru aldursflokkametin orðin 6 talsins) 
Sigurvegari í MIðnæturhlaupi Suzuki 5km á tíma 16:19 mín.  

Markmið 2018:
Bæta mig í þeim vegalengdum sem ég keppi í.

Mínar uppáhaldsvörur:
CW-X compression buxur ásamt Performance compression sokkunum frá Bauerfeind.
Ég nota einnig Shakti nálastungudýnu mjög mikið sem hluta af endurheimt og Sissel foam nuddrúllur.

Mínar ráðleggingar fyrir þá sem vilja byrja að hlaupa:
Setja sér markmið og þá helst að fara út fjórum sinnum í viku og ætla sér ekki um og of.  Passa að vera í skóm sem hentar niðurstigi.  Lykilatriðið er að gera hlaupin að vana og það tekur nokkrar vikur.