Hlaupið til góðs

on 18 Sept 2018 1:11 PM

Þann 4. September s.l. tók Eirberg þátt í K100 degi Sporthússins.
Fyrirtæki á svæðinu kynntu vörur sínar og þjónustu en Eirberg kynnti stuðningsvörur frá Bauerfeind, íþróttafatnað frá CWX og kinesiotape frá Spidertech.
Á svæðinu var Eirbergs-hlaupabretti og tók fjöldi fólks sprettinn en fyrir hvern hlaupinn kílómetra runnu 1000kr til Hugrúnar Geðfræðslufélags. www.gedfraedsla.is
Hlaupararnir, Arnar Pétursson @arnarpeturs, Birgir Már @biggiklikk, Gunnur Róberts @g_gunnur og Þórólfur Ingi @thorolfur76, öll íþróttamenn úr Afrekshópi Eirbergs mættu einnig á svæðið og tóku létta æfingu og röðuðu inn kílómetrum til styrktar Hugrúnar geðfræðslufélags. 

Alls voru hlaupnir 30.7 km á 3 klst og verður upphæð 30.700kr lögð inná Hugrúnu geðfræðslufélag.
Fyrir áhugasama má lesa um þeirra stórgóða starf hér: www.gedfraedsla.is