Eirberg - heilsuefling og bætt lífsgæði

Eirberg ehf. byggir vöruval sitt og þjónustu á faglegum grunni þar sem starfsfólk kappkostar að veita afbragðsþjónustu. Verslanir okkar á Stórhöfða 25 og í Kringlunni hafa árum saman vakið athygli fyrir vöruúrval og vörugæði.

Eirberg Stórhöfða leggur áherslu á faglega þjónustu, úrval vandaðra stuðningsvara og vörur sem bæta lífsgæði og styðja fólk til sjálfsbjargar. Heilbrigðismenntað starfsfólk er til staðar til að veita viðskiptavinum persónulega ráðgjöf.

Eirberg Kringlunni leggur áherslu á vörur sem efla heilsu, virkan og umhverfisvænan lífsstíl, ásamt snjöllum vörum sem einfalda líf og störf. Verslunin er staðsett á fyrstu hæð í norðurálmu Kringlunnar.

Markmið okkar eru að efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf.

 

Almennur afgreiðslutími verslana - sjá hér

 

Atvinnuumsókn - sjá hér