Viðbragsáætlun vegna COVID-19

Alt
on 12 mar 2020 11:38 AM

Þar sem COVID-19 faraldurinn hefur náð bólfestu á Íslandi hefur Eirberg ehf. og Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. brugðist við og fylgt ráðleggingum vegna neyðarstigs almannavarna.

Til að minnka líkur á smiti og til að halda úti mikilvægri þjónustu til heilbrigðisstofnana og einstaklinga, höfum við skipt starfseminni niður í afmörkuð svæði.

Með þessum aðgerðum er samneyti starfsfólks milli svæða takmarkað. Ef til smits á meðal starfsfólks kæmi með tilheyrandi sóttkví þá er möguleiki að ósmitaðir starfsmenn geti sinnt starfi viðkomandi og haldið þjónustunni gangandi.

Í verslunum okkar, skrifstofum og vöruhúsi eru viðhafðar smitvarnir og ítrasta hreinlæti með reglulegri hreinsun á hlutum og yfirborði. Handspritt, sótthreinsiklútar og einnota hanskar eru aðgengilegir við öll svæði.

Leiðbeiningar um smitvarnir eru áberandi fyrir starfsfólk og viðskiptavini og tryggður er aðgangur að handspritti fyrir viðskiptavini okkar.

Við hvetjum viðskiptavini að nýta snertilausar aðferðir við greiðslu eins og kostur er og viðskiptavinir sem eru í sérstökum áhætthópi eru hvattir til að nýta möguleika vefverslunar.

Margir viðskiptavinir og skjólstæðingar okkar eru í áhættuhópi fyrir alvarleg einkenni COVID-19. Til að tryggja öryggi allra biðjum við viðskiptavini sem eru með flensueinkenni eða hafa verið útsettir fyrir smiti að koma ekki inn í verslanir okkar en nýta þess í stað vefverslun eða senda vörubeiðni og fá sendar vörur frítt á næsta pósthús.

Þessi viðbúnaður tók gildi 12. mars 2020.