Spurningar og Svör

Almennt

Ef þú ert að lenda í vandræðum með að ganga frá pöntunum, finna vöru, greiða vöru eða annað sem snýr að virkni í vefverslun á þá mælum við með að þú skoðir listann hér fyrir neðan með algengum spurningum.  Ef þú finnur ekki svör við þinni spurningu getur þú sent línu á eirberg@eirberg.is eða í síma 569 3100.

Hvernig geng ég frá pöntun

Körfuna þína má finna upp í hægra horninu hér á vefnum. Við hliðiná körfunni sérð þú tölu sem segir til um hve marga hluti þú ert búinn að bæta í körfu.  Ef þú smellir á körfuna þá færð þú að sjá innihald hennar og getur gengið frá pöntun. 

Varan sem ég var að bæta við í körfu finnst ekki

Ef þú lendir í því að varan sem þú ert að reyna að kaupa kemur ekki fram í innkaupakörfu þá skaltu senda línu á eirberg@eirberg.is eða í síma 569 3100. Gott er að vera með vörunúmerið sem ekki tókst að bæta við innan handar.