Stíf ökklaspelka með innbyggðri loftpumpu
Áverkar á liðböndum ökkla
Langvarandi óstöðugleiki
Endurhæfing eftir aðgerð á ökkla
Hægt að stjórna þrýstingi með lofti
Ein stærð hentar bæði hægri og vinstri
Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands
Spelka sem hægt er að byrja að nota fljótlega eftir áverka. Gefur mikinn stuðning við
ökkla bæði innan- og utanvert. Plastskel með áföstum loftpúðum sem hægt er að
blása upp þannig að spelkan passi notandanum sem best. Skeljarnar eru fastar
saman með teygjanlegu efni og því auðveldara að aðlaga hana að hverjum og
einum. Alltaf hægt að aðlaga spelkuna að fætinum þó svo að bólga sé mismikil.
Mestur stöðugleiki fæst þegar spelkan er notuð með skó.