Airfree eru margverðlaunuð lofthreinsitæki sem eyða 99,99% af veirum, bakteríum, myglusveppagróum, ósoni, svifryki, frjókornum og öðrum ofnæmisvökum úr andrúmsloftinu. Eyða einnig lykt og gæludýraflösu. Airfree tækin eru algjörlega hljóðlaus og sjálfhreinsandi. Hönnuð fyrir mismunandi stór rými, 16-60 m2.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) getur andrúmsloftið innandyra verið hundraðfalt verra en utandyra. Flestir verja um 90% af tíma sínum innandyra, þar af 60% inni á heimili sínu og þá helst í svefnherberginu. Við ættum því að gæta vel að gæðum andrúmsloftsins heima hjá okkur, sérstaklega í ljósi mikilvægi þess að fá góðan nætursvefn.
Hvernig virkar Airfree?
Lofthreinsitækin draga verulega úr örverum í andrúmsloftinu með því að brenna þær. Óhreint loft sogast hljóðlaust inn í tækið með varmaburði og eyðist í 200 gráðu heitum keramikkjarna þess. Þær lífrænu agnir sem valda ólykt eyðast einnig í kjarna Airfree. Þetta ferli er algjörlega hljóðlaust, krefst ekki viðhalds og hefur verið sannreynt í fjölmörgum rannsóknum.