Lagersala Eirbergs - Allt að 70% afsláttur

Lagersala heildsölusviðs Eirbergs verður haldin miðvikudaginn 9. maí kl. 16 til 20 í vöruhúsi Eirbergs að Stórhöfða 25.
Athugið, gengið inn að neðanverðu. Næg bílastæði neðan við húsið með útsýni yfir Grafarvoginn.

Það er vortiltekt í vöruhúsinu okkar og af því tilefni langar okkur að bjóða viðskiptavinum ýmsar vörur á niðursettu verði með allt að 70% afslætti!

Við ætlum að hafa þetta einfalt - aðeins 5 verðflokkar og því frábært tækifæri að gera hagstæð kaup:

Heilbrigðissvið Eirbergs

​Fagmenntað fólk í þína þágu

Á heilbrigðissviði Eirbergs á Stórhöfða 25 starfar hópur fólks með sérþekkingu og mikla reynslu. Heilbrigðismenntað starfsfólk býr yfir víðtækri fagþekkingu á vörum og búnaði en metnaður er lagður í að greina þarfir viðskiptavina og koma til móts við óskir þeirra. Við veitum heilbrigðisstofnunum, fagfólki og einstaklingum faglega ráðgjöf og góða þjónustu.

Svefnvenjur

Ein algengasta orsök svefntruflana er óheppilegar svefnvenjur. Hér eru ýmsar góðar leiðir til að koma skipulagi á svefnvenjur og auka svefngæði. Reynum að fara alltaf á sama tíma upp í rúm á kvöldin og fætur á morgnana. Það heldur reglu á líkamsklukkunni!

Sofum vel

Í samfélagi nútímans er gjarnan fjallað um mikilvægi góðrar næringar og reglubundnar hreyfingar, en sjaldnar er talað um mikilvægi svefns. Gildi svefns hefur oft verið vanmetið og viðhorf til svefns er skekkt. Það að sofa fáar klukkustundir á nóttu hefur verið tengt atorkusemi og dugnaði á meðan langur svefn er tengdur við leti. Staðreyndin er þó sú að lítið er til í þessu og flestir fullorðnir þurfa að sofa 7-8 klukkustundir á sólarhring til að upplifa góða heilsu og það er ómögulegt að stytta sér leið hjá því.

Verslunarstjóri óskast

Ráðið hefur verið í stöðu verslunarstjóra. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sóttu um starfið. Með bestu óskum.

Við leitum að öflugum verslunarstjóra sem hefur skipulagshæfileika og metnað til að ná afburða árangri við rekstur verslunar okkar að Stórhöfða 25.

Þakklæti

Þakklæti er okkur starfsmönnum Heilbrigðissviðs Eirbergs efst í huga eftir vel heppnaðan kynningardag á vörum í rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þann 26.janúar sl.
Kynningin var haldin í nýjum sýningarsal Eirbergs að Stórhöfða.

Þátttakan var mjög góð og mættu yfir 60 manns í tveimur hópum, fyrir og eftir hádegi.

Síður