Þröskuldarampar - varanleg lausn jafnt sem tímabundin

 

Við bjóðum upp á þröskuldarampa í mörgum stærðum. Ramparnir eru samsettir úr nokkrum mismunandi einingum og ættu því að henta flestum gerðum þröskulda.

Ef þröskuldur er mishár er settur lægri rampur öðrum megin og hærri hinum megin. Til að halda römpunum saman eru teygjur strengdar á milli. Gúmmítappar eru festir undir rampana til þess að halda þeim á sínum stað. Einnig eru sjálflímandi tappar fáanlegir ef ramparnir eiga að vera til lengri tíma. Hægt er að taka rampana upp af límtöppunum til þess að þrífa undir þeim.

Skóbúnaður fyrir börn

Skóbúnaður barna er afar mikilvægur þar sem þau eru á mikilli hreyfingu yfir daginn. Börn stækka hratt svo það getur verið mikill höfuðverkur að velja skó fyrir þau og ýmislegt þarf að hafa í huga við val á skóbúnaði fyrir börn á vaxtarskeiði. Flest börn fæðast með heilbrigða fætur og í fyrstu eru bein þeirra mjúk og mótanleg en harðna þangað til fóturinn er fullvaxinn. Það er því afar mikilvægt að velja góðan skóbúnað svo fætur þroskist eðlilega.

10 góð ráð við val á barnaskóm

Vertu með puttann á púlsinum í sumar

MDF hlustunarpípurnar fást í mörgum litum og tegundum, allir ættu að geta fundið sinn uppáhalds lit til þess að skreyta sig með.

MDF Hlustunarpípurnar eru handgerðar og framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti og hafa um áraráðir verið ein vinsælasta tegundin í Bandaríkjunum.

Allar hlustunarpípurnar eru haganlega hannaðar til þæginda fyrir notendur og henta vel flest öllum faglækningum meðal annars bráða- barna- og hjartalækningum.

MDF hlustunarpípurnar eru sérstaklega einangraðar og hafa einstaka hljóðleiðandi eiginleika sem skila sér í miklum hljóðgæðum.

Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf.

Til að efla enn frekar faglega ráðgjöf, vöruframboð og þjónustu við heilbrigðisstofnanir, -starfsfólk og skjólstæðinga þeirra víðs vegar um landið, starfar Heilbrigðissvið Eirbergs nú undir nafninu Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. til aðgreiningar frá Eirbergi sem vaxið hefur og þróast með verslunum og fjölbreyttu vöruframboði fyrir alla landsmenn.

Svefnvenjur

Ein algengasta orsök svefntruflana er óheppilegar svefnvenjur. Hér eru ýmsar góðar leiðir til að koma skipulagi á svefnvenjur og auka svefngæði. Reynum að fara alltaf á sama tíma upp í rúm á kvöldin og fætur á morgnana. Það heldur reglu á líkamsklukkunni!

Sofum vel

Í samfélagi nútímans er gjarnan fjallað um mikilvægi góðrar næringar og reglubundnar hreyfingar, en sjaldnar er talað um mikilvægi svefns. Gildi svefns hefur oft verið vanmetið og viðhorf til svefns er skekkt. Það að sofa fáar klukkustundir á nóttu hefur verið tengt atorkusemi og dugnaði á meðan langur svefn er tengdur við leti. Staðreyndin er þó sú að lítið er til í þessu og flestir fullorðnir þurfa að sofa 7-8 klukkustundir á sólarhring til að upplifa góða heilsu og það er ómögulegt að stytta sér leið hjá því.

Þakklæti

Þakklæti er okkur starfsmönnum Heilbrigðissviðs Eirbergs efst í huga eftir vel heppnaðan kynningardag á vörum í rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þann 26.janúar sl.
Kynningin var haldin í nýjum sýningarsal Eirbergs að Stórhöfða.

Þátttakan var mjög góð og mættu yfir 60 manns í tveimur hópum, fyrir og eftir hádegi.

Heimsókn frá Hlíf, félagi hjúkrunarnema með áhuga á skaðaminnkun

Föstudaginn 20. Janúar næstkomandi standa 4. árs hjúkrunarnemar í háskóla íslands að Krossgötum 2017 sem eru áhugaverðar kynningar um hlutverk hjúkrunarfræðinga og ábyrgð þeirra í samfélaginu og hvað hjúkrunarfræðingar geti gert til þess að mæta þörfum almennings og sjúklinga.

Krossgötur eru haldnar í húsnæði hjúkrunardeildar háskóla íslands, Eirbergi á lóð landspítalans milli kl 11- 14. Veitingahlaðborð verður í boði fyrir 1500kr. Allur ágóði þess rennur til góðgerðarmála.

Osgood Schlatter's

Osgood Schlatter’s eru meiðsli sem koma fram sem verkur og bólga í sköflungshrjónu, festingu hnéskeljarsinar efst á sköflungi. Meiðslin koma helst fram á unglingsaldri á vaxtarskeiði og eru álagstengd frekar en áverkatengd.
Osgood Schlatter’s meiðsli eru heldur algeng og geta verið mjög hamlandi fyrir ungt fólk sem stundar íþróttir af kappi.

Einkenni
Helstu einkenni eru:

Síður