Frí heimsending þegar verslað er yfir 10.000 kr. eða meira, allt að 20 kg.
Menu
Innkaupakarfa
Engar vörur í körfu.

* Skilmálar og ábyrgð

Almenn ákvæði – Samningur

Skilmálar þessir eru samningur um kaup á vöru eða þjónustu í vefverslun Stuðlabergs heilbrigðistækni ehf. og Eirbergs ehf. og í öðrum verslunum. Skilgreina réttindi og skyldur Stuðlabergs heilbrigðistækni og Eirbergs ehf. annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar.

Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir af kaupanda við nýskráningu á vefsíðu Eirbergs ehf., eirberg.is eða Stuðlabergs heilbrigðistækni ehf., stb.is  teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu og staðfestir kaupandi þar með að hann þekki gildandi skilmála vefverslunar.

Eirberg ehf. / Stuðlabergs heilbrigðistækni ehf. áskilja sér rétt til að hætta við pantanir. Einnig er áskilinn réttur til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Stundum getur þurft að staðfesta pantanir símleiðis.

Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. og Eirberg ehf. bjóða kaupendum sínum að fá fría heimsendingu þegar verslað er í vefverslun fyrir a.m.k. 10.000 kr. ef pöntun er innan við 20kg. að þyngd. - GILDIR AÐEINS UM VIÐSKIPTI SEM EIGA SÉR STAÐ Á VEF.

Vöruhús Stuðlabergs heilbrigðistækni og Eirbergs ehf. afgreiðir allar vefpantanir beint til viðskiptavina. Í flestum tilvikum sér Íslandspóstur um flutning á smávörum til einstaklinga.

Því miður er ekki hægt að panta vöru á vef og sækja í verslun Eirbergs.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á vefsvæði Stuðlabergs heilbrigðistækni og Eirbergs ehf., einnig verð í auglýsingum, tilkynningum og bæklingum getur breyst án fyrirvara. Verð er með virðisaukaskatti og með fyrirvara um innsláttar- og kerfisvillur. Eirberg ehf. / Stuðlabergs heilbrigðistækni ehf. áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld eða af öðrum ástæðum. Þjónustufulltrúi mun upplýsa kaupanda um slíkt eins fljótt og kostur er og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

Persónuupplýsingar

Á eirberg.is og stb.is er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig Stuðlaberg heilbrigðistækni og Eirberg ehf. umgengst þær persónuupplýsingar um kaupanda sem geymdar eru og hvaða réttindi hann á varðandi upplýsingarnar.

Aðgangur

Kaupandi hefur leyfi til að nota vefinn eirberg.is / stb.is og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem Eirberg ehf. / Stuðlabergs heilbrigðistækni ehf. setur. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir af kaupanda við nýskráningu á vefsíðu Eirbergs og Stuðlabergs , teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup.

Óheimilt er með öllu að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á eirberg.is / stb.is. Verði kaupandi uppvís að að slíku og öðru sviksamlegu athæfi við kaup á vefnum áskilur Eirberg og Stuðlaberg sér rétt til að vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru í slíkum tilvikum. Stuðlaberg heilbrigðistækni og Eirberg ehf. áskilur sér rétt til að loka fyrir aðgang að eirberg.is / stb.is ef grunur leikur á sviksamlegu athæfi.

Innskráning og pöntun

Við fyrstu innskráningu skráir kaupandi fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og póstnetfang sitt og samþykkir að hann hafi lesið persónuverndarstefnu félagsins. Einnig getur kaupandi samþykkt að vera á póstlista og SMS lista Eirbergs eða Stuðlabergs. Pöntun kaupanda á vefversluninni er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Ef allt er með felldu, er pöntun kaupanda afgreidd og kaupanda send staðfesting á netfang hans. Jafnframt sendir Eirberg / Stuðlaberg kaupanda afrit af reikningi þegar greiðsla berst frá kaupanda eða greiðslumiðlun hans. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst og senda ábendingu ef vara hefur ekki borist honum í hendur eftir viku og engin skýring borist á töfum.

Afhending

Leitast er við að afgreiða vefpantanir næsta virka dag. Á álagstímum má þó gera ráð fyrir lengri afgreiðslufrests. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Pöntunum er almennt dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar flutningsaðila um afhendingu vörunnar. Tjón á vöru eftir afhendingu er á ábyrgð kaupanda.

Vöruhús Eirbergs sendir allar vefpantanir beint til viðskiptavina. Því miður er ekki hægt að panta vöru á vef og sækja í verslun Eirbergs.

Yfirferð á vöru

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að byrja á því að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni.

Ef kaupandi telur að varan sé ekki í samræmi við vörulýsingu og eða vill hætta við kaup skal senda tilkynningu þess efnis á netfangið eirberg@eirberg.is / stb@stb.is eða hafa samband við þjónustuver sem mun svara ábendingu innan 14 daga. Einnig er hægt að fylla út staðlað uppsagnareyðublað sem fylgir reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi. í reglugerð nr. 435/2016 og senda á netfangið eirberg@eirberg.is eða stb@stb.is.

Greiðsla

Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:

  • Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur með kreditkorti.
  • Netgíró: Kaupandi samþykkir að nota þjónustu Netgíró. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur með Netgíró. Frekari upplýsingar um virkni þjónustunnar má finna á netgiro.is.

Skilaréttur vefverslunar er 365 dagar – ef verslað er á vef eirberg.is og stb.is

Kaupandi (einstaklingur) sem verslar á eirberg.is eða stb.is hefur 365 daga frá afhendingu til að hætta við kaupin. Samkvæmt 4. mgr. 22. gr. laga nr. 16/2016 ber neytandi ábyrgð fyrir rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð hennar, annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent kaupanda. Reikningskvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með vöruskilum. Endurgreiðsla er framkvæmd ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. ATHUGIÐ – GILDIR EINUNGIS EF VERSLAÐ ER Í VEFVERSLUN. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. EKKI ER HÆGT AÐ SKILA VÖRUM KEYPTUM Á ÚTSÖLU EÐA SAMBÆRILEGUM TILBOÐUM.  Vinsamlegast hafið samband, ef spurningar vakna, við Eirberg ehf. / Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. Netfangið er eirberg@eirberg.is / stb@stb.is og símanúmer 569-3100 / 569-3180. Að öðru leyti vísum við til laga nr.48/2003 um neytendakaup.

Skilaréttur í verslun Eirbergs á Stórhöfða og símapantana

Kaupandi (einstaklingur), sem verslað hefur í verslun Eirbergs á Stórhöfða 25, pantað vöruna símleiðis eða með því að senda pöntun á netfang Eirbergs , hefur 14 daga frá kaupdegi og / eða frá afhendingu til að skila vörum að því tilskildu að varan hafi ekkert verið notuð og í söluhæfum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Sýna þarf reikningskvittun fyrir vörukaupum við vöruskil. Við vöruskil fær kaupandi innleggsnótu að andvirði vörukaupa. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. EKKI ER HÆGT AÐ SKILA VÖRUM SEM KEYPTAR HAFA VERIÐ Á RÝMINGARSÖLU Þ.E.A.S. MEÐ 30% AFSLÆTTI EÐA HÆRRI. Að öðru leyti vísum við til laga nr.48/2003 um neytendakaup.

Gallar

Ef vara er gölluð þá mun Stuðlaberg heilbrigðistækni og Eirberg ehf. bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á Kaupandi (einstaklingur) rétt á því að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst seljanda innan tveggja mánaða frá því að kaupandi varð var við galla.

Eirberg mælir með því að kaupandi sendi tilkynningu til Eirbergs á hjalp@eirberg.is eða komi á verkstæðið sem fyrst eftir að galli uppgötvast. Stuðlaberg heilbrigðistækni og Eirberg áskilja sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð innan 10 daga.

Athygli er vakin á því að ef varan reynist ekki gölluð eftir yfirferð þá ber kaupandi að greiða skoðunargjald samkvæmt verðskrá verkstæðis. Því er brýnt að kaupandi kynni sér vel leiðbeiningar sem fylgja vörunni og upplýsingar á eirberg.is og framleiðanda.

Réttur neytenda (einstaklingur utan atvinnustarfsemi) er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003. Frekari upplýsingar má finna á vef kærunefndar vöru- og þjónustukaupa - kvth.is

Ábyrgð

Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup nr. 48/2003, gildir í tvö ár og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga, neytandi getur þó borið fyrir sig galla í allt að 5 ár ef söluhlut sé ætlaður verulega lengri endingartími. Kaupandi (einstaklingur), sem nýtur neytendaábyrgðar, er sá aðili sem kaupir vöru til notkunar utan atvinnustarfsemi og kaupin eru ekki í atvinnuskyni eða í tengslum við starf notanda. Að öðrum kosti er ábyrgð á galla eitt ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000.

  • Skilyrði fyrir nýtingu ábyrgðarskilmála er framvísun kaupnótu.
  • Raftæki sem talin eru gölluð skal framvísa á verkstæði Eirbergs að Stórhöfða 25.
  • Í sumum tilfellum, t.d. þegar snjalltæki eða hugbúnað er að ræða, mun Eirberg vísa kaupanda beint á þjónustuvef framleiðanda.
  • Eirberg áskilur sér rétt til að sannreyna galla á vörum innan eðlilegra tímamarka.
  • Ef varan reynist ekki gölluð eftir yfirferð eða ekki er um að ræða ábyrgðaviðgerð greiðir kaupandi skoðunargjald samkvæmt verðskrá verkstæðis Eirbergs.
  • Ef vara fellur undir ábyrgð mun Eirberg bjóða, eftir atvikum, viðskiptavini upp á viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa.
  • Í öllum tilfellum er fyrst kannaðir möguleikar á viðgerð vöru.
  • Réttur neytenda (einstaklingur utan atvinnustarfsemi) er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.

Takmarkanir

  • Ábyrgð og þjónusta er háð því að notkun á vöru hafi verið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
  • Ábyrgð gildir ekki ef bilun verður sem rekja má til annarra orsaka en framleiðslugalla, svo sem rangrar meðferðar, notkunar á rekstrarvöru eða skort á viðhaldi.
  • Gildir ekki um eðlilegt slit vegna notkunar.
  • Gildir ekki ef búnaður hefur verið opnaður, þriðji aðili gert tilraun til viðgerða eða átt hefur verið við vöru á einhvern annan hátt en sem telst vera eðlileg notkun á vöru.
  • Gildir ekki um rafhlöður og aðrar slíkar rekstrarvöru sem eðlilegt getur verið að þurfi að endurnýja fyrir lok ábyrgðar.

Verkstæði og viðgerðir

Verkstæði að Stórhöfða 25 er opið virka daga frá kl. 9:00 - 17:00. Gengið inn um aðalinngang að Stórhöfða 25 og niður í kjallara fyrir neðan verslun.  Hægt er að senda fyrirspurn á hjalp@eirberg.is

  • Meðalviðgerðartími á Íslandi er 10‐15 virkir dagar. Viðgerðartími Eirbergs eru 10 virkir dagar (miðað við móttöku vöru á verkstæði) en eftir tilvikum getur viðgerð tekið allt að 20 virka daga.
  • Fyrirspurnir um vörur í viðgerð skulu berast á netfangið hjalp@eirberg.is, en aðeins ef liðnir eru 10 virkir dagar frá því að vara barst verkstæði.
  • Eirberg tekur ekki ábyrgð á gögnum tækja á geymslueiningum s.s. usb eða hörðum diskum.
  • Ef panta þarf varahluti eða viðgerð reynist umsvifameiri en áætlað var þá getur viðgerðartími lengst. Eirberg biður viðskiptavini að sýna skilning ef tafir verða.
  • Kaupanda er bent á að fara með vöruna beint á verkstæði Stuðlabergs heilbrigðistækni og Eirbergs ehf. að Stórhöfða 25. Gengið inn um aðalinngang að Stórhöfða 25 og niður í kjallara fyrir neðan verslun.
  • Að viðgerð lokinni fær kaupandi skilaboð.
  • Framvísa skal afhendingarseðli við afhendingu tækis.
  • Sækja skal vöru að viðgerð lokinni sem fyrst. Verkstæðið geymir vörur í hámark 3 mánuði eftir skoðun / viðgerð. Ósóttar vörur ganga upp í viðgerðarkostnað eða fargað.

SKOÐUNARGJALD

Ef skoðun á vöru heyrir ekki undir ábyrgðarskilmála og varan reynist vera í lagi þá er greitt skoðunargjald. Viðgerð á vöru sem er ekki í ábyrgð er samkvæmt tímagjaldi verkstæðis sem og tilfallandi kostnaður vegna varahluta.

  • Skoðunargjald: 4.950 kr.
  • Tímagjald verkstæðis: 17.500 kr.
  • Akstursgjald:
    • Lítill bíll:   5.950 kr.
    • Stór bíll: 11.750 kr.

Athugið að verð og tímagjöld geta breyst án fyrirvara. Verð eru með vsk.

Almennar pantanir

  • Kaupandi ber sendingarkostnað af vörukaupum sem ekki eru gerðar í gegnum vefverslun eirberg.is. Á þetta einnig við þegar kaupandi pantað vöruna símleiðis eða með því að senda pöntun á netfang Eirbergs. Öllu jafna rukkar flutningsaðili sendingargjald til kaupanda beint.
  • Þegar verslað er í vefverslun eirberg.is eða stb.is þá bjóðum við fría heimsendingu þegar verslað er í vefverslun fyrir 10.000 kr. eða meira ef sending er innan við 20 kg. að þyngd.

Seldar vörur eru eign Stuðlabergs heilbrigðistækni ehf. / Eirbergs ehf. þar til kaupverð er greitt að fullu.

Annað

Stuðlaberg heilbrigðistækni og Eirberg ehf. áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðunni eirberg.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim, skulu aðilar reyna að ná sáttum, annars skal bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu eða sambærilega stofnun. Ef framangreint þrýtur, er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 1. júní. 2019.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

ENGLISH

General

Please note that the english version is a shortened version of the Icelandic version. Please contact eirberg@eirberg.is or stb@stb.is for questions.

Stuðlaberg heilbrigðistækni og Eirberg ehf. reserves the right to cancel orders, to change prices and to change product types being sold, without notice. Orders can be confirmed by phone if necessary.

Product delivery

We offer free home delivery on every purchase above 10.000 ISK. as long as the total weight of the order is within 20 kg. We aim to process orders the next working day. Delivery time may be longer if order volume is more than usual. If the product is not available or on stock, a service representative will be in contact with you with an estimated delivery time. Please note that we only deliver to customers in Iceland.

Cancellation right / Right to return and refund in our webshop

Purchases made in our webshop have a 365 days return policy. The Customer is able to cancel a purchase, as long as  the product is returned in perfect condition and in original packaging. The cancellation period starts at the date of delivery. The invoice for the product has to be included in the return. Refund is made in full if the above conditions are met and after the product has been returned. Delivery charges are not refunded. Please note that seasonal products on clearance sale cannot be returned. Please contact eirberg@eirberg.is or stb@stb.is for questions.

General right to return / Return and exchange policy

Purchases made in our retail store at Stórhöfdi 25 have a 14 day return policy. The Customer is able to return the product and get a credit note for the same amount, as long as he or she has not used the product and the product is returned in unopened packages and in good order. If the product was in a sealed packages, the seal must not be broken. The cancellation period starts at the date of delivery. The invoice for the product has to be included in the return. A credit note is issued with the same amount if the above conditions are met and after the product has been returned. Delivery charges are not refunded. Please note that seasonal products on clearance sale cannot be returned. Please contact eirberg@eirberg.is or stb@stb.is for questions.

Price

Please notice that the price on the internet can change without notice. We reserve the right to cancel an order.

Taxes and fees

All prices on the website are including VAT (VSK) and invoices are issued with VAT.

Confidentiality

The seller holds all information from the buyer in relation to the purchase as confidential. Under no circumstances will information be handed to a third party.

Governing law / Jurisdiction

These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.